Fréttir og tilkynningar

Mót hjá yngra ári helgina 11-13.nóv

Nú halda drengirnir á sitt annað mót sem haldið er af Val.
Lesa meira

Mót hjá yngra ári helgina 11-13.nóv

Ævinlega sæl og blessuð ! Þá fer að styttast í keppnisferð nr.2 hjá yngra og eldra ári. Yngra árið fer núna helgina 11.nóv og eldra árið helgina eftir. Frekari uppl. um eldra ár þegar nær dregur. Ekki er komið á hreint hvenær brottför verður nákvæmlega en það verður farið á föstudegi og gist á hótel Cabin. Að þessu sinni verður keppt í Valshöllinni og raðaðist mótið þannig niður að drengirnir keppa alla sína leiki á laugardeginum, því gott að vera úthvíldur fyrir átökin. 8.20 KA - Fram 2 9.40 Þór - KA 11.00 KA - Hörður 13.40 ÍBV - KA Heimför ræðst svolítið eftir því hvort fleiri flokkar séu á leið suður þessa helgi, en annars er heimkoma á laugardagskvöldi. Kostnaður er eftirfarandi Rúta - 3200 (2000 í niðurgreiðslu + 2000 niðurgreiðsla sem eg misskildi frá síðustu ferð :) ) Gisting - 5500 Máltíð á leið suður og heim + vasapeningur - 3000 Liggur því í 12.000 kr sem greiðist í íslenskri krónu við brottför. Drengirnir fá úthlutuðum keppnistreyjum en þeir þurfa sjálfir að koma með bláar stuttbuxur og að sjálfsögðu skó. Við gistum á Cabin í uppábúnum rúmum en þeir þurfa að taka með sér handklæði til að sturta sig eftir keppni. Undirstrika það hversu mikilvægt er að nesta drengina því þetta eru jú svangir kroppar ! Eggert H Sigmundsson tæklar fararstjórastöðuna þetta skiptið. Nafni minn mun fara þessa ferð með drengjunum. KA-kveðja Sissi
Lesa meira

Æfingarleikir um helgina

Margblessuð, við ætlum að taka æfingarleiki við þórsara núna á sunnudaginn. Við förum inna æfingu hjá þeim kl 12.30-14 í Síðuskóla. Magnað ef allir myndu mæta í nýju treyjunum sínum :) Að sjálfsögðu eru allir boðaðir. KA-kveðja Sissar
Lesa meira

Æfingarleikir um helgina

Margblessuð, við ætlum að taka æfingarleiki við þórsara núna á sunnudaginn. Við förum inna æfingu hjá þeim kl 12.30-14 í Síðuskóla. Magnað ef allir myndu mæta í nýju treyjunum sínum :) Að sjálfsögðu eru allir boðaðir. KA-kveðja Sissar
Lesa meira

Afhending gjafabréfa og innheimta æfingargjalda

Næstu afhendingar á gjafabréfum fyrir þá sem hafa gengið frá æfingagjöldunum er eftirfarandi: Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur milli 09:30 og 12:00 hjá Örnu á skrifstofu KA. Einnig á miðvikudag milli 17:00-18:00 í KA-heimilinu. Til þess að fá afhent gjafabréf þarf að vera búið að ganga frá æfingagjöldum og eru leiðbeiningar hér hvernig það er gert: http://handbolti.ka.is/is/aefingatafla http://handbolti.ka.is/is/moya/news/afhending-gjafabrefa-fyrir-treyju-og-aefingasett-1
Lesa meira

SUÐURFERÐ Á FÖSTUDAGINN

Brottför verður frá KA heimilinu kl 11 á morgun, við munum fara með 5kvk og 6kk í rútu. Mæting kl 10.45. Drengirnir eiga leik kl 18.40 og 20.40 á föstudeginum. Svo kl 12.20 og 13.40 á laugardeginum. Keppni fer fram í íþróttahúsinu Kórnum. Við munum svo fá okkur eitthvað að borða fyrir heimferðina svo heimkoma verður trúlega um kl 21. Drengirnir fá úthlutuðum keppnistreyjum en þeir þurfa sjálfir að koma með bláar stuttbuxur og að sjálfsögðu skó. Við gistum á cabin í uppábúnum rúmum en þeir þurfa að taka með sér handklæði til að sturta sig eftir keppni. Svo um að gera að nesta drengina með millimálum og þess háttar. Kostnaður er 15.000kr Inní þvi er Rúta: 7200 Samherji niðurgreiðir svo um 2000kr Gisting: 3500 - cabin Matur: 4000 Ef einhver afgangur verður er hann að sjalfsögðu nýttur í næstu ferð. Greitt skal í peningum við brottför. KA kveðja sissi
Lesa meira

Fyrstu mót vetrarins

Haldið verður á fyrsta mót yngra árs helgina 7-9. október. Fyrsta mót eldra árs helgina 14-16. október.
Lesa meira

Facebook - síða foreldra

Sæl öll, þar sem erfitt virðist ganga að ná öllum foreldrum inná síðuna þá set ég hér hlekk á hana þar sem það ætti að auðvelda aðgang að upplýsingunum. https://www.facebook.com/groups/584845045035597/ bkv. sissi
Lesa meira

Fundarboð

Foreldrafundur verður haldinn 29.september
Lesa meira

Fínt að minna á

Daginn. Var búinn að segja strákunum þetta en gott að minna á þetta. Æfingin á föstudaginn er klukkan 16:15 í KA heimilinu.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is