Æfingaleikir á laugardag

Næsta laugardag, 9. apríl ætla strákarnir í Þór og stelpurnar í KA/Þór að koma í heimsókn og spila við okkur æfingaleiki. Við fáum tíma í KA-heimilinu á milli 12:00 og 13:00. Mæting kl. 11:45 og gott að koma með gula boli ef þeir eru til. Munum að þetta er eingöngu til gamans gert, engin mörk verða talin og úrslit skipta engu máli. Foreldrar eru hvattir til að mæta, fá sér kaffibolla og fylgjast með strákunum sem hafa tekið miklum framförum í vetur enda duglegir á æfingum.

Sævar Árnason     6945518


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is