Suðurferðin

Þá er síðustu suðurferðinni lokið hjá eldra árinu þennan veturinn og bara eitt mót eftir sem verður hér heima seinnipartinn í apríl. Eins og oft vill verða þá ganga hlutirnir ekki alltaf upp eins og maður vill sjálfur að þeir gangi. Strákarnir í KA 1 stóðu sig með príði heillt yfir, byrjuðu reyndar á að gera jafntefli við Þór í hörku leik. Svo tóku við leikir við Fram og Hauka og er skemmst frá því að segja að þeir unnust báðir mjög sannfærandi. Þá var aðeins einn leikur eftir á móti HK, sá leikur fór alveg með okkur því drengirnir voru að ég held búnir að kanna stöðu sína all rækilega og áttuðu sig á því að með því að vinna yrðum við efstir í 1. deild það fór hins vegar alveg með þá því þeir mættu ekki til leiks hugarfarslega og við töpuðum þessum leik sanfærandi sem varð til þess að við lendum í 3 sæti í mótinu. Þetta er svona leikur til að læra af. Enn heillt yfir stóðu þeir sig mjög vel.

KA 2 mætti til leiks með mikið breytt lið frá síðasta móti og var það skipað mörgum strákum sem byrjuðu að æfa handbolta núna í janúar. Það kom berlega í ljós strax í fyrsta leik að þetta yrði erfitt. Við töpuðum sannfærandi fyrir ÍR, Selfoss, Fram og Þór. Leikurinn gegn þór var þó sá leikur sem við hefðum átt hvað mestan séns í. Það skrifast mjög mikið á reinsluleysi og það hva oft var erfitt að kasta og grípa að sá leikur varð ekki jafnari. Hins vegar fengu margir nýir strákar sína fyrstu leiki sem vonandi hjálpar þeim seinna meir.

Ferðin gékk mjög vel og strákarnir láta mjög vel að stjórn. 

Takk fyrir ferðina 

kv Brói


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is