Innheimta æfingagjalda hafin

Nú er innheimta æfingagjalda fyrir veturinn hafin. Allir iðkendur eru skráðir í gegnum Nóra forritið og eru allar upplýsingar um verð og leiðbeiningar fyrir Nóra hér undir "Æfingatafla" á vefnum - en best er að smella á Æfingatafla á bláu stikunni hér að ofan.

Foreldrar sjá sjálfir um að skrá iðkendur og velja greiðsluform.  Hægt er að skipta greiðslum á 1- 4 greiðsluseðla eða 1- 6. gjaldfærslur af kreditkorti.  Athugið að 390 kr. seðilgjald bætist við hvern greiðsluseðil en engin aukakostnaður leggst við kreditkortafærslur.  Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, KA geymir engar slíkar upplýsingar.
Systkinaafsláttur er 10% af hverju systkini og millideildaafsláttur hjá KA er 10%.  Kerfið sér um að reikna afsláttin eins og við á.  Til að nýta tómstundaávísun Akureyrarbæjar kr. 16.000 þarf að haka í nota frístundastyrk.
Kerfið er mjög einfalt í notkun og leiðir mann áfram.
Smellið á https://ka.felog.is til að fara á skráningarsíðu 

Ef einhverjar spurningar vakna er best að hafa samband við Örnu á skrifstofu KA, hún er með netfangið arna@ka.is 


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is