Handbolti á Unglingalandsmótinu á Akureyri

Sælir krakkar á aldrinum 11-18 ára.

Eins og þið kannski vitið að þá er framundan núna Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunnarmannahelgina og er það haldið á Akureyri þetta árið.
Margar íþróttir eru í boði og hvet ég ykkur til að skoða heimasíðu UMFI.
Ein af þeim íþróttum sem er í boði er handbolti, í fyrsta skipti á Landsmóti.
Allir leikir hjá krökkunum verða spilaðir í KA-heimilinu á föstudeginum 31. júlí. Hvet ég alla iðkendur til að skrá sig í handboltann og taka þátt í þessu skemmtilega móti. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu UMFÍ.

Keppt er í þremur aldursflokkum: 11-14 ára, 15-16 ára og 17-18 ára.

Siguróli Magni er sérgreinastjóri handboltans og ef það vakna einhverjar spurningar að þá hvet ég ykkur að hafa samband við mig á netfangið siguroli@ka.is
Gott er að minnast á það að okkar krakkar borga einungis 4.000 kr í keppnisgjöld, en ekki 6.000 kr eins og þeir sem koma annarstaðar frá.
Og síðast en ekki síst viljum við auðvitað benda foreldrum á að svona mót tekst ekki nema með samstiltu átaki innan félagsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa okkur með mótið. Þið megið endilega heyra í mér í gegnum netfangið mitt ef þið hafið áhuga á að aðstoða og gera þann hluta sem KA sér um á landsmótinu sem glæsilegastan.


ÁFRAM KA !

 


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is