Fimmtudags-fyrirlestrar í KA-heimilinu - opnir öllum!

KA ætlar að standa fyrir fræðslufyrirlestrum á fimmtudögum í vetur og alveg fram á sumar. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir áhugasömum, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki.

Einnig er þeim beint að iðkendum, þjálfurum og foreldrum í starfinu hjá okkur.

Fyrsti fyrirlesturinn er núna á fimmtudagskvöldið (14. janúar) og hefst hann kl. 20:00 í KA-heimilinu. Þar mun Sonja Sif Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur, fjalla um lýðheilsu ungmenna og mikilvægi hreyfingar.

Hver fyrirlestur er um 40 mínútur og síðan verða umræður í lok hvers fyrirlestur. Fyrirlestrarnir eru þeim sem þá sækja að kostnaðarlausu.

Siguróli Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA, hafði þetta að segja um fyrirlestraröðina: „Við erum gríðarlega ánægð að geta komið þessu að fyrir alla okkar iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra sem koma að starfinu. Við höfum horft öfundaraugum suður til Reykjavíkur þar sem töluverð fræðsla er í boði á vegum ÍSÍ og annarra sérsambanda. Nú ákváðum við að keyra af stað með þetta en fræðsla og forvarnir eru stór hlutur af starfi okkar sem íþróttafélags. Það er von mín að fyrirlestrarnir verði vel sóttir og að þeir muni koma til með að gera gott starf enn betra“

Hér má sjá hvað er framundan í dagskránni hjá okkur:

14. janúar kl. 20:00: Sonja Sif Jóhannsdóttir íþróttafræðingur um lýðheilsu og mikilvægi hreyfingar.

28. janúar kl. 20:00: Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyri Handboltafélags um frá því að vera iðkandi í KA til að verða atvinnumaður. Áskoranir, markmið og mistök.

18. febrúar kl. 20:00: Stefán Birgir Stefánsson, ÍAK einkaþjálfari, um styrktarþjálfun barna og unglinga

25. febrúar kl. 20:00: Sálfræðingur um andlegt atgervi íþróttamanna

17. mars kl. 20:00: Davíð Kristinsson, heilsuþjálfari, um næringu íþróttamanna

31. mars kl. 20:00: Forvarnarfyrirlestur um skaðsemi áfengi, tóbaks og annarra vímuefna á íþróttafólk

14. apríl kl. 20:00: Málþing um hagræn áhrif íþrótta á Akureyri

28. apríl kl. 20:00: Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfari, Forvarnarþjálfun = rétt þjálfun - Að varna ójafnvægi og meiðslum á öllum aldri.

12. maí kl. 20:00: Fyrirlestur um ofþjálfun og álag á afreksíþróttafólk


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is