Síðasta æfing og lokahóf

Þá er komið að lokum þessarar vertíðar hjá okkur í handboltanum. Síðasta æfingin okkar verður föstudaginn 13. maí en frí er mánudaginn 16. maí vegna þess að þá er annar í Hvítasunnu. Lokahóf handknattleiksdeildar verður svo haldið fimmtudaginn 19. maí kl. 18:00 í KA-heimilinu. Þar verður farið í skemmtilega leiki og boðið upp á pizzuveislu að því loknu. Við hvetjum alla til að mæta og taka með foreldra og systkini. Að lokum vona ég að ykkur hafi fundist gaman í vetur og þið mætið aftur hressir í haust eftir gott sumarfrí.

Sævar Árna


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is