Páskafrí

Nú fer að koma páskafrí í handboltanum. Við fylgjum skólunum eftir að mestu leyti en því miður fellur æfingin föstudaginn 27. mars líka niður. Þann dag er settur á leikur hjá 3. flokki karla og þó að það sé engin æfing þann dag eru drengirnir hvattir til að mæta í KA-heimilið og horfa á leikinn. Æfing er á venjulegum tíma mánudaginn 23. mars en svo tekur við páskafrí. Næsta æfing eftir frí er svo föstudaginn 10. apríl.

Sævar Á. og aðstoðarmenn


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is