Æfingaleikir við Þór

Laugardaginn18. apríl ætlum við að hitta vini okkar úr Þór og spila við þá æfingaleiki. Við höfum tíma frá kl. 11:00 - 12:00 í KA - heimilinu. Þetta er eingöngu til gamans gert, aðeins að leyfa strákunum að fara í búning og spreyta sig í handbolta. Ef strákarnir eiga gula boli er gott að koma með þá með sér en þeir sem ekki eiga slíkt fá bol hjá félaginu. Auk þess taka drengirnir með sér hefðbundinn æfingabúnað. Við hvetjum foreldra til að koma og kíkja á strákana sína og eiga góða stund með okkur í KA - heimilinu.


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is