Suðurferð 5.feb 2016

Mæting 13:20 föstudaginn 5.feb og brottför 13:45.

Liðin eru eftirfarandi: Eldri 1: Óskar, Heiðmar, Kári, Ævar, Dagur Árni og Hugi

Eldri 2: Jón Ólafur, Mundi, Benni, Jens, Jóhann Orri og Þormar.

Yngri 1: Aron Daði, Áki, Úlfar, Andri og Jóhann Mikael.

Yngri 2: Tómas, Maron, Daníel, Heimir, Eyþór Nói og Ragnar.

23 staðfestir (ef það vantar einhvern snilling láta mig vita strax J )

Öll lið nema Yngri 2 byrja 08:00 á laugardeginum, Yngri 2 byrja rétt fyrir 12:00.

Við gistum í Hörðuvallarskóla við hliðina á Kórnum þar sem við keppum.
Áætluð heimferð er 15:30 og heimkoma um klukkan 21:00 á laugardeginum.
Mótið er inn á HSÍ http://hsi.is/motamal/yngri-flokkar/5.-8.-flokkur/
Mótið er neðst vinstra megin undir 7.flokk karla.

Ferðin kostar 10000 kr (hækkaði um 500 kr útaf keilu) og innifalið er: rúta, mótsgjald, gisting,  pizzuhlaðborð og keila í Egilshöll, morgunmatur og máltíð á leiðinni heim. Greiða skal við brottför í peningum.

Fyrir þá sem koma ekki í rútuna og verða sjálfir í Reykjavík borga þeir 1500 krónur í mótsgjald.

 Þar sem við gistum þurfa strákarnir að hafa með sér tilheyrandi dót: dýnu ( það er ekki hægt að fá lánað), svefnpoka, kodda, tannbursta. Þá þurfa þeir einnig að hafa með sér vel af nesti fyrir rútuferðina og einnig til þess að borða í snarl. Betra að hafa meira en minna!!Nestið skal vera hollt og gott, ekkert sælgæti, gos og súkkulaðikex eða snakk.

Að taka með síma (ipad ekki leyfðir) eru algjörlega á ábyrgð foreldra. Ég veit að strákarnir eru mjög ungir og vilja sumir hringja oft heim. En í svona ferðum er ekki óalgengt að svona hlutir týnist. Muna einnig eftir handboltaskóm og stuttbuxum ( þeir sem eiga búning koma með hann) hinir fá lánað. (Láta vita ef þið eigið ekki).

Það væri frábært ef einhver lumaði á góðri DVD mynd fyrir rútuna (alls ekki bannaða :). Ef eitthvað er, má heyra í mér: Heimir 862-6352 eða senda mail á heimirorn@akmennt.is.


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is