Vel heppnaður foreldrafundur

Sælir kæru foreldrar

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir foreldrafundinn í kvöld, virkilega gaman að sjá svona mörg andlit og gefur það vonandi góð fyrirheit fyrir veturinn.

Ég flaskaði nú á því að kynna mig almennilega og því ákvað ég að gera það bara hérna.
Ég heiti semsagt Jón Heiðar Sigurðsson og er 23 ára gamall. Ég er í kennaranámi hér við Háskólann á Akureyri og hef spilað handbolta með KA og svo Akureyri síðan ég var 8 ára. 

Ég vil biðja þá foreldra sem ekki komust í kvöld að senda mér nafn sitt, email og símanúmer ásamt nafni stelpunnar sem er að æfa og árið sem hún er fædd á netfangið jon2444@gmail.com

Að lokum ætla ég bara að impra á því að þið getið alltaf haft samband við mig, annað hvort í síma 823-8750 eða í gegnum netfangið jon2444@gmail.com.

Bestu kveðjur, Jón Heiðar


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is