Styttist í fyrstu mót vetrarins

Sælir kæru foreldrar

Nú styttist heldur betur í fyrsta mót vetrarins en það er tæpur mánuður í mót bæði hjá yngra og eldra ári. Yngra árs liðið, ásamt nokkrum leikmönnum eldra árs reikna ég með, keppir á móti hér á Akureyri 14.-16. nóvember. Eldra árið fer síðan á mót í Reykjavík viku seinna eða 21.-23. nóvember. Ég hef fundið fyrir mikilli tilhlökkun hjá stelpunum síðustu vikur sem er alveg frábært. 

Ég vil að lokum impra á því að þið hvetjið stelpurnar til að vera duglegar að mæta á æfingar næstu vikurnar og endilega láta vita ef stelpan ykkar forfallast.

Bestu kveðjur, 
Jón Heiðar, 823-8750, jon2444@gmail.com


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is