Húsavíkurferðin næstu helgi

Mæting er í KA-Heimilið, eða fyrir utan það, klukkan 7:30 á laugardagsmorgun. Keyrt verður beinustu leið á Húsavík þar sem KA/Þór2 hefur leik klukkan 10:00 og svo spilar KA/Þór1 klukkan 12:00. 

Helga, mamma Sunnu Katrínar, keyrir einn bíl og er með pláss fyrir fimm stelpur hún er jafnframt fararstjóri og Martha mamma Mareyjar keyrir einn bíl og er með pláss fyrir þrjár stelpur. Því vantar ennþá 1-2 bíla og einn fararstjóra svo við komumst á þetta mót :)

KA/Þór2 spilar fjóra leiki á laugardeginum en KA/Þór1 spilar þrjá á laugardegi og einn á sunnudegi. Síðasti leikur er annað hvort klukkan 10:30 eða 12:00 og er verðlaunaafhending áætluð klukkan 12:30.

Verðið í á mótið er 10.000kr. og inn í því er morgunmatur báða dagana, hádegismatur báða dagana og kvöldmatur á laugardeginum ásamt sundferð og ferð á hvalasafnið. Inn í þessu verði er einnig mótsgjaldið. 

Mikilvægt er að stelpurnar taki með sér vel af nesti, frekar meira en minna og á það eins og í undarförnum ferðum að vera hollt og gott. Stelpurnar þurfa að taka með sér dýnu, kodda og svefnpoka/sæng, stuttbuxur, íþróttaskó og sundföt. 

Þær stelpur sem eru staðfestar í þessa ferð eru:
Rakel Sara
Margrét Mist
Sunna Katrín
Sunna Dís
Maren Ósk
Marey Dóróthea
Alexandra Kolbrún
Ása Lind
Hildur Lilja
Svo er spurning með Birtu Maríu, Steinunni Völu og Agnesi Völu og Kolbrúnu.

Ef allar komast með þá erum við 12 sem er akkúrat í 2 lið. Agnes fer í fermingu á laugardeginum og spurning hversu mikið Birta getur beitt sér vegna tábrots og því reikna ég með að fá 2-3 stelpur úr 7.flokk til að koma með okkur og fylla upp í liðin. 

Ég hlakka mikið til helgarinnar og reikna með að stelpurnar séu í sama gírnum. Þetta mót er frábær skemmtun og þjappar þetta hópnum vel saman. Ég ætla að vonast til að ég sjái sem flesta foreldra á pöllunum á Húsavík að hvetja stelpurnar til dáða, gott tækifæri til að horfa á þær spila. 

En eins og áður hefur verið sagt þá vantar ennþá bíl eða bíla til að koma stelpunum á Húsavík á laugardeginum og heim á sunnudeginum. Hægt að skipta því á milli sín svo að einhver keyri á Húsavík og einhver annar sækji á sunnudeginum. Svo vantar líka fararstjóra, væri flott ef hann/hún ætti stelpu á yngra árinu þá erum við með einn á hvort lið. Þeir sem bjóða sig fram í þetta endilega hafið samband við mig í síma 823-8750 eða skiljið eftir athugasemd við þessa frétt. 

Ef ég er að gleyma einhverju í þessari frétt eða eitthvað óljóst þá hvet ég ykkur til að hafa samband við mig :)

Bestu kveðjur, Jón Heiðar


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is