Foreldrafundur fyrir foreldra yngra árs stelpna

Kæru foreldrar,

Næsta mánudag, 10.nóvember, verður foreldrafundur upp í KA-heimili kl.20:00 fyrir þá foreldra sem eiga stelpu á yngra ári. Þær stelpur eru að fara að keppa á móti hér á Akureyri helgina 14-16 nóvember og verður farið yfir ýmsa hluti á þessum fundi og því mikilvægt að mæta. 

Einnig vill ég minna ykkur alla á pizzakvöldið okkar sem verður á miðvikudaginn næsta, 12.nóvember, kl.20:00. Þar ætlum við að borða saman pizzu og spila og hafa gaman, það er bæði fyrir stelpur á yngra og eldra ári og vonast ég til að sjá sem flestar.

Ef það er eitthvað óljóst eða eitthvað sem brennur á vörum ykkar, þá endilega hafið samband í síma 823-8750

kv. Jón Heiðar


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is