Lokaupplýsingar fyrir yngra árið um helgina

Mót hjá yngra ári 10.-11. október 2014

Brottför er frá KA-heimilinu klukkan 10.15 á föstudagsmorguninn og mæta þarf í síðasta lagi klukkan 10.00. Við ferðumst með 5. flokki kvenna til Reykjavíkur. Áætluð heimkoma er á laugardaginn um 22.00 og ferðumst við með 5. flokki karla til baka á laugardaginn. 

Við erum með tvö skráð lið og verða þau tilkynnt á æfingu í dag. KA1 spilar 5 leiki en KA2 spilar 3 leiki. Nógur spiltími er til umráða en enginn varamaður verður í liðunum. KA1 hefur leik á föstudaginn klukkan 17.00 og síðan á laugardaginn klukkan 08.00, 09.00, 10.00 og 12.00. Þá er þeirra dagskrá lokið. KA2 hefur ekki leik fyrr en klukkan 13.00, næsti leikur 14.30 og síðasti leikur klukkan 15.00. Eitthvað flakk mun þó vera milli liða til að dreifa og stýra álagi og fá allir nóg að spila.

Við spilum í Frostaskjóli (KR-heimilið í Vesturbæ) og gistum væntanlega á sama stað. Ég hef ekki enn fengið nákvæmar upplýsingar hvar við gistum en það kemur fljótlega. 

Strákarnir þurfa að hafa með sér dýnu, svefnpoka, kodda, tannbursta. Skó, stuttbuxur og annan búnað til keppni ef einhver er. Mikilvægt er að hafa nóg af nesti en innifalið í verðinu er kvöldmatur á föstudegi, morgunmatur á laugardegi, máltíð á leiðinni heim og vasapeningur. Betra er að hafa of mikið nesti heldur en of lítið. Öll snjalltæki eru bönnuð (símar, spjaldtölvur, tölvuspil) en takkasímar eru í lagi ef strákarnir hafa slíka, til þess að geta hringt heim en þá er það á eigin ábyrgð. Velkomið er að koma með DVD myndir til að horfa á í rútunni. 

Ferðin kostar 12.000kr og innifalið er: keppnisgjald, rúta, matur (eins og nefnt er að ofan), gisting og vasapeningur. Greiða þarf í peningum þegar mætt er á föstudagsmorgninum. Liðstjórar eru Ellert (s:694-1248) og Hólmgrímur(s: 860 3059), pabbar Vals&Ernis og Bjarna.

Því miður er ekki pláss í rútunni fyrir fleiri en ég hafði heyrt af áhuga foreldra að fara með en vonandi geta þeir þá farið saman á bíl :)

Ef eitthvað er, ekki hika við að hafa samband: sigurolim@gmail.com - 692-6646


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is