Ferðatilhögun yngra árs um helgina

Þá er ferðatilhögun og upplýsingar um helgina klárar.
Siggi pabbi Villa er fararstjóri og er símanúmerið hjá honum 8691908. Sjálfur kem ég ekki með í þessa ferð enn þau Steinunn og Aron hitta strákana í Reykjavík og ferðast með þeim heim. Mig vantar enn einn fararstjóra – það er ansi mikilvægt í þessum ferðum að hafa einn fararstjóra per lið og vil ég því ítreka að mig vantar enn einn fararstjóra!

Mæting er í KA-heimilið kl. 09:45 á föstudagsmorgun – brottför 10:00.

KA1: Ari Valur, Skarpi, Hermann, Jóhannes Geir, Marinó, Steinþór og Hákon
KA2: Villi Sig, Villi, Jón Óli, Heiðmar, Hjalti, Ívar og Bjarki

KA1 spilar: 8:25, 9:15, 10:05 og 11:20 á laugardag
KA2 spilar: 17:00, 18:00, 19:00 og 20:00 á föstudag

við ferðumst með 5. flokki kvenna og karla og reiknum með brottför frá Reykjavík 15:00 á laugardag – líkleg heimkoma um 21:00.

Ferðin kostar 12.000kr og innifalið í því er: Rúta, gisting, matur á leið suður (súpa og salat), kvöldmatur á föstudagskvöld (pizza), morgunmatur, matur á leið heim (hamborgari/samloka) og smávegis vasapeningur á heimleið. Greitt í peningum við brottför
Þar sem við gistum þurfa strákarnir að hafa með sér tilheyrandi dót: dýnu, svefnpoka, kodda, tannbursta. Þá þurfa þeir einnig að hafa með sér vel af nesti fyrir rútuferðirnar, sem og til þess að borða í snarl. Betra að hafa meira en minna!!Nestið skal vera hollt og gott, ekkert sælgæti, gos og súkkulaðikex eða snakk.

Snjalltæki eru sem fyrr bönnuð en takkasímar til þess að hringja heim eru leyfilegir. Muna einnig eftir handboltaskóm og stuttbuxum.
Við gistum í sama húsi og við spilum (Víkinni).

Ef eitthvað er, endilega hafa samband við Siguróla (6926646 eða siguroli@ka.is).
p.s. endilega koma með DVD myndir til að horfa á á leiðinni suður.


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is