Ferðatilhögun yngra árs um helgina

Allt orðið klárt fyrir helgina hjá 6. flokk yngra ár

Mæting 15:40 í KA-heimilið á föstudaginn og brottför 16:00 - heimkoma um 22:30 á laugardagskvöld. Rakel og Fanný verða fararstjórar :)

Spilum í Víkinni og gistum þar líka. KA1 spilar 8:00, 9:00, 11:00 og 12:00. KA2 spilar 13:00, 14:00, 16:00 og 17:00

Ferðin kostar 9.000kr (rúta niðurgreidd að hluta af yngriflokkaráði) og innifalið er: rúta, mótsgjald, gisting, matur á leið suðu, morgunmatur og hádegismatur á laugardegi. Greiða skal við brottför í peningum.

Þeir sem eru skráðir: Valur, Ernir, Siggi B, Garðar, Siggi H, Victor, Ísak, Breki, Arnþór, Óskar, Aron Orri, Bjarni og Haraldur Máni

Þar sem við gistum þurfa strákarnir að hafa með sér tilheyrandi dót: dýnu, svefnpoka, kodda, tannbursta. Þá þurfa þeir einnig að hafa með sér vel af nesti fyrir rútuferðirnar, sem og til þess að borða í snarl. Betra að hafa meira en minna!!Nestið skal vera hollt og gott, ekkert sælgæti, gos og súkkulaðikex eða snakk.

Snjalltæki eru sem fyrr bönnuð en takkasímar til þess að hringja heim eru leyfilegir. Muna einnig eftir handboltaskóm og stuttbuxum.

Liðin verða tilkynnt á æfingu í dag. 

Gott er að hafa með sér DVD myndir í ferðina suður.

Ef eitthvað er, má heyra í okkur þjálfurum: sigurolim(hjá)gmail.com eða 692-6646 

Siguróli og Sigþór


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is