Ferðatilhögun yngra árs helgina 30.-31. janúar

Brottför á föstudaginn kl. 09.00 frá KA-heimili. Mæting 08.45. 

Áætluð heimkoma er um 19.00 á laugardagskvöld. Fararstjórar eru þær þaulreyndu Fanný og Rakel :)

Við förum með tvö lið. Bæði lið leika í 1. deild, en sitthvorum riðlinum. KA1 spilar á föstudag: 16.30, 17.30, 18.30 og 19.30
KA2 spilar á laugardagsmorgun: 08.00, 09.00, 10.00 og 11.0 - leggjum af stað uppúr hádegi.

Ferðin kostar 12.000kr og innifalið er: rúta, mótsgjald, gisting, matur á leið suður, kvöldmatur á föstudagskvöldi, morgunmatur og hjádegismatur á laugardegi. Greiða skal við brottför í peningum.

Þeir sem eru skráðir eru: Björgvin Máni, Aron Orri, Sigurður B, Garðar, Breki, Arnþór, Victor, Óskar, Siggi Ring, Valur, Ernir, Ísak, Bjarni og Halli

Þar sem við gistum þurfa strákarnir að hafa með sér tilheyrandi dót: dýnu, svefnpoka, kodda, tannbursta. Þá þurfa þeir einnig að hafa með sér vel af nesti fyrir rútuferðirnar, sem og til þess að borða í snarl. Betra að hafa meira en minna!!Nestið skal vera hollt og gott, ekkert sælgæti, gos og súkkulaðikex.

Snjalltæki eru sem fyrr bönnuð en takkasímar til þess að hringja heim eru leyfilegir. Muna einnig eftir handboltaskóm og stuttbuxum.

Liðin verða tilkynnt á morgun. 

Gott er að hafa með sér DVD myndir í ferðina suður.

Ef eitthvað er, má heyra í okkur þjálfurum: sigurolim(hjá)gmail.com eða 692-6646 

Siguróli og Sigþór


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is