Vestmannaeyjar !!!

Þá er komið að fyrstu ferð okkar þennan veturinn og til Vestmannaeyja! 

Lagt verður af stað frá KA-heimilinu kl. 8:00 í fyrramálið (mæting 7:50). Við stoppum í Hyrnunni í Borgarnesi þar sem stelpurnar fá að borða og keyrum svo í Landeyjarhöfn þar sem við förum með Herjólfi kl. 16:00. Við eigum svo Herjólf aftur heim 17:30 á laugardeginum þar sem við keyrum aftur í Borgarnes og fáum að borða og höldum svo áfram heim. Áætluð heimkoma er um kl. 01:00.

Stelpurnar þurfa að nesta sig fyrir föstudaginn en eru í fullu fæði úti í Eyju. 

Mótið klárast á laugardaginn sem er ástæða þess að við komum heim á laugardagskvöldi. Diskótekið og kvöldvakan eru á föstudagskvöldinu svo við missum ekki af því. 

Heildarkostnaður er 20.000 kr sem greiðist við brottför. 

Því miður hefur komið upp sú staða að ég fæ ekki frí úr mínum leik á laugardaginn svo ég fer ekki með stelpunum. En Krisján Blær og Hrannar fara með til að stjórna leikjum. Sigurlaug (mamma Karólínu) og Erla (mamma Önnu Þyríar) fara svo með sem fararstjórar.

Stelpurnar þurfa að hafa meðferðis:

  • Dýnu, svefnpoka/sæng, kodda, lak
  • Náttföt, tannbursta og tannkrem
  • Íþróttaskó, sokka, stuttbuxur, íþr.topp?, upphitunarpeysu
  • Nærföt og sokka til skiptanna 
  • Skvísuföt? og snyrtidót fyrir diskótek :)
  • mögulega einhverja afþreyingu í rútuna
  • góða skapið og baráttuna !!  

Ef eitthvað er endilega hafið samband í síma 848-2721 eða erlahleidur17@hotmail.com

 

YNGRA ÁRS FORELDRAR ATH!!!

10.-11. okt. förum við í Mosfellsbæ að keppa. Við förum með strákunum og líklegast þurfum við að leggja af stað milli 09:00 og 10:00. 

 

mbk.

Erla Hleiður

 

 

 


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is