Suðurferð yngra árs um næstu helgi

Jæja þá er ferðin hjá yngra árinu að skýrast!
Við förum suður næsta föstudag klukkan 13:30, mæting 13:20 í KA heimilið. Prógrammið er það sama og síðast að því undanskildu að við gistum á Hótel Heiðmörk þar sem Cabin var uppbókað þessa helgi. Ferðin mun kosta 14000kr. Innifalið í því er rúta, tvær heitar máltíðir, hótel, eilítið sameiginlegt nesti/vasapeningur. Mikilvægt að nesta stelpurnar samt líka þar sem misjafnt er hvað hver lætur mikið ofan í sig sjáiði til. Morgunmatur er samt sem áður innifalinn á laugardagsmorgninum. Stelpurnar þurfa að hafa með sér íþróttaskó, föt til skiptanna og íþróttaföt. Þær fá treyjur eins og áður.
Eins og staðan er núna (reyndar ólíklegt að þetta breytist nokkuð) þá eru stelpurnar bara að spila á laugardeginum, hefja leik rétt fyrir kl.10 og ljúka keppni um kl.14.
Að lokum vil ég minna á Papco fjáröflunina þar sem m.a. er hægt að selja útikerti og jólagjafa innpökkunar pakka. Pappír og krullubönd í einum pakka á spottprís. Hafið samband við Stefán​ Guðnason ef þið hafið áhuga á þessu :)
Ef einhverjar spurningar vakna, hafið endilega samband - s:661-5309


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is