Suðurferð yngra árs 14.mars

Sæl öll og afsakið hvað þetta kemur seint inn. 

Planið fyrir helgina er þannig:

Áætlað er að leggja af stað frá KA-heimilinu kl. 11:00 laugardaginn 14.mars. Þar sem stelpurnar eiga ekki að spila fyrr en á sunnudeginum ætlum við að fara á leik HK og Akureyrar í Digranesi kl. 16:00. Eftir það er stefnan tekin á sund og mat og svo höfum við það huggulegt í hátíðarsal Gróttu fram að svefntíma. 

Síðasti leikur er svo kl. 14:00 sunnudaginn 15.mars og ætlunin er að leggja af stað strax að honum loknum. 

Kostnaður við ferðina er 11.500 kr. sem greiðist við brottför. 

Stelpurnar þurfa að hafa með sér eftirfarandi:

  • dýna, sæng/svefnpoki, koddi, lak
  • náttföt, tannbursta/tannkrem, snyrtidót
  • íþróttaskó, sokka, stuttbuxur, utanyfirpeysu, brúsa
  • sundföt, handklæði, aukaföt ef vilja 
  • eitthvað til að narta í á leiðinni suður og ávexti/eitthvað létt á milli leikja

Það er engin fararstjóri komin svo ég fer ein með þeim en ef einhver er fær um að koma með er það vel þegið. 

Athugið samt að veðurspá er MJÖG slæm fyrir laugardaginn svo mögulega verður ekki farið. Við skoðum það á laugardaginn, en ég vil ekki ana ein út í einhverja vitleysu með þessar gersemar :) 

Ef einhverjar spurningar eru endilega hafið samband við mig. 

Bestu kveðjur 

Erla Hleiður 

848-2721


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is