Nýjustu upplýsingar um ferðina hjá yngra árinu!

Jæja, jæja! Nú er þessi ferð hjá yngra árinu loksins að taka á sig almennilega mynd!

Brottför frá KA-heimilnu er kl.10:00 á föstudagsmorgun (mæting 15 mín fyrr). Ástæðan fyrir þessu er að við erum að ferðast með bæði 6.fl.karla og svo 5.fl.karla sem var að bætast við.
Verðið á ferðinni hækkaði örlítið þar sem fyrri útreikningar Stefáns Guðnasonar voru aðeins gallaðir og kostar ferðin því 13 þúsund nú (tvær heitar máltíðir (á leiðinni suður og á leiðinni heim), gisting á hótel Cabin með morgunmat og rútan ásamt eilitlu sameiginlegu nesti). Greiðist við brottför.
Enn minni ég á að ágætt er að nesta stelpurnar aðeins, e-ð til að borða milli leikja á fös og jafnvel e-ð sem þær geta gripið í á lau. Annars ætti að vera hægt að rölta í búð á milli leikja báða dagana og því mega stelpurnar hafa pening til að versla sér mat þá, ef þær eru ekki með nesti. Nestið skal að sjálfsögðu vera hollt og gott!
 
Heimferð gæti seinkað aðeins þar sem 5.fl.karla er búinn seinna en við á laugardaginn. Af þeim sökum er ekki vitlaust að stelpurnar taki með sér sundföt ef tími gefst til að fara í sund á meðan við bíðum.
Annars þurfa þær að hafa með sér: ÍÞRÓTTASKÓ, íþróttaföt og sokka (þær fá keppnistreyju ef þær eru ekki með sína eigin - hummel dökkbláa, ekki nýja svarta), handklæði, tannbursta o.s.frv. 
 
Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband :)
Kv. Arna Valgerður s:661-5309

comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is