Vestmannaeyjar!

Sælir foreldrar

ATH! Ég fékk póst þar sem ég var spurður út í það afhverju við ætluðum heim á laugardag og sleppa kvöldvöku og pressuleik. Málið er að þetta fer allt fram á föstudagskvöldinu þannig að við missum ekki af neinu. Við erum svo búnir að spila kl:12.30 á laugardag og stelpurnar aðeins seinna. Mótið klárast sem sagt á laugardag en ekki sunnudag eins og áður. Þetta er ástæðan fyrir því að við komum heim á laugardagskvöld.

Við ætlum að leggja á stað frá KA-húsi kl:08.00 á föstudagsmorgun. Við stoppum í Hyrnunni Borgarnesi og förum svo í Landeyjarhöfn þar sem við förum út með bátnum kl:16.00. Við eigum svo bátinn heim á laugardag kl:17.30 og reiknum með að koma til Akureyrar eitthvað eftir miðnætti.

Strákarnir þurfa að vera nestaðir fyrir föstudaginn. Við verðum svo í fullu fæði meðan við erum í eyjum. Strákarnir þurfa að taka með sér dýnu, sæng/svefnpoka, lak,kodda,tannbursta. Keppnisföt, stuttbuxur, skó og sokka. Þá eiga þeir að taka með sér sundföt.

kostnaður verður 20000þús kr. sem greiðast við brottför.

Ingólfur pabbi Ísaks ætlar að koma með sem fararstjóri. 

Ef það er eitthvað óljóst endilega hafið samband hér eða hringið í  mig í síma 863-2675 Brói

kv þjálfarar


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is