Mót hjá yngra ári helgina 11-13.nóv

Ævinlega sæl og blessuð ! Þá fer að styttast í keppnisferð nr.2 hjá yngra og eldra ári. Yngra árið fer núna helgina 11.nóv og eldra árið helgina eftir. Frekari uppl. um eldra ár þegar nær dregur.

Ekki er komið á hreint hvenær brottför verður nákvæmlega en það verður farið á föstudegi og gist á hótel Cabin.
Að þessu sinni verður keppt í Valshöllinni og raðaðist mótið þannig niður að drengirnir keppa alla sína leiki á laugardeginum, því gott að vera úthvíldur fyrir átökin.
8.20 KA - Fram 2
9.40 Þór - KA
11.00 KA - Hörður
13.40 ÍBV - KA

Heimför ræðst svolítið eftir því hvort fleiri flokkar séu á leið suður þessa helgi, en annars er heimkoma á laugardagskvöldi.
Kostnaður er eftirfarandi
Rúta - 3200 (2000 í niðurgreiðslu + 2000 niðurgreiðsla sem eg misskildi frá síðustu ferð :) )
Gisting - 5500
Máltíð á leið suður og heim + vasapeningur - 3000
Liggur því í 12.000 kr sem greiðist í íslenskri krónu við brottför.

Drengirnir fá úthlutuðum keppnistreyjum en þeir þurfa sjálfir að koma með bláar stuttbuxur og að sjálfsögðu skó. Við gistum á Cabin í uppábúnum rúmum en þeir þurfa að taka með sér handklæði til að sturta sig eftir keppni.
Undirstrika það hversu mikilvægt er að nesta drengina því þetta eru jú svangir kroppar !
Eggert H Sigmundsson tæklar fararstjórastöðuna þetta skiptið.
Nafni minn mun fara þessa ferð með drengjunum.
KA-kveðja Siss


comments powered by Disqus

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is