Fréttir og tilkynningar

Skráning iðkenda nauðsynleg í Nóra kerfið

Við ætlum að vera með átak í skráningu iðkenda í Nóra. Alla þriðjudaga í nóvember ætlar Sigga gjaldkeri að vera í KA heimilinu milli kl. 17-18 og aðstoða foreldra sem eiga eftir að skrá börnin sín í Nora kerfið. Það er mjög áríðandi að allir foreldrar og forráðamenn skrái alla sína iðkendur í kerfið sem fyrst, bæði uppá utanumhald hjá okkur og einnig til að við fáum styrki frá ÍSÍ og Lottó og fleira. Með greiðslu æfingargjalda er svo hægt að dreyfa og/eða semja um. Þið getið nálgast allar upplýsingar um skráningakerfið undir æfingartafla hér að ofan eða með því að mæta í KA heimilið á milli kl. 17 og 18 á þriðjudögum í Nóvember.
Lesa meira

Reykjavíkurferð 4. kvk

Jæja ég klúðraði þessari síðu í þessari ferð. Læt það ekki koma fyrir aftur. Stelpurnar leggja af stað klukkan 10:30 á morgun, föstudag frá KA heimilinu. Mæting í síðasta lagi 10:15. Ferðin kostar 10500kr. og gist verður á Hótel Cabin.
Lesa meira

Góð helgi hjá yngra ári 4. flokks kvk

Stelpurnar á yngra ári 4. flokks kvenna spiluðu sinn hvoran leikinn gegn Fram og Fram 2 í gær. KA/Þór 2 spilaði fyrst gegn Fram2 og fóru vægast sagt á kostum. Mikil mannekla var í liðinu þar sem vetrarfríið stóð sem hæst þannig að einungis þrjár úr 99 árgangnum spiluðu leikinn.
Lesa meira

Undanúrslit í bikarnum hjá 4. flokki kvenna

Nú á morgun, fimmtudag, spilar yngra árið hjá 4. flokk kvenna undanúrslitaleik við stolt Breiðholtsins, ÍR í KA heimilinu. Það þarf ekkert að fara í einhverjar málalengingar hvað er undir í þessum leik, ferð í Höllina í sjálfan bikarúrslitaleikinn. ÍR stelpurnar munu eflaust selja sig dýrt en stuðningur foreldra og Akureyringa almennt getur skipt höfuð máli. Formaður unglingaráðs, Jón Árelíus mun persónulega gefa þeim áhorfanda sem styður hvað best, eitt stykki high five og prins póló í leikslok. Fjölmennum á pallana á morgun klukkan 18:00 í KA heimilinu og búum til alvöru bikarstemmingu!
Lesa meira

1 2 »

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is